Næstu losunardagar - tilkynning

Tilkynning til íbúa Þingeyjarsveitar

Ágætu íbúar Þingeyjarsveitar.

Nú er tunnudreifingu lokið í sveitarfélaginu og byrjað að hreinsa frá heimilum.  Einhverjum sérlausnum er þó ólokið í því sambandi en unnið er að því ljúka þeim.

Útgáfa sorphirðudagatals er í vinnslu. Mæla þarf magn og tíma betur til þess að geta gefið það út í endanlegri mynd. Ljóst er að sveitarfélaginu verður skipt upp í 4 svæði og hreinsunardagar verða líklegast þriðjudagar og miðvikudagar. Snjómokstursáætlanir geta þó breytt því. Aðilar þurfa að bera saman bækur sínar svo sorphirðan og moksturinn falli sem best saman.

Þar til endanleg mynd er komin á dagatal geta íbúar stuðst við eftirfarandi drög:

Svæði 3 Þriðjudaginn 18. október, Kinnin og Bárðardalur: Sorp og plast grænt)

Svæði 4 miðvikudaginn 19. október, Ljósavatnsskarð-Fnjóskadalur: Sorp og plast.

Svæði 1 þriðjudaginn 8. nóvember, Reykjadalur- Aðaldalur-Laxárdalur: Sorp og pappír

Svæði 2 miðvikudaginn 9. nóvember,  Aðaldalur frá Laxárdal: Sorp og pappír

Svæði 3 Þriðjudagur 15. nóvember,  Kinnin og Bárðardalur: Sorp og pappír        

Svæði 4 miðvikudagur 16. nóvember,  Ljósavatnsskarð-Fnjóskadalur: Sorp og pappír

Þannig  halda losanir áfram þessa vikudaga þ. e. á 3 vikna fresti fyrir sorp

 og á 6 vikna fresti fyrir endurvinnsluefni.

Nú er verið að fjarlægja gáma sem staðið hafa víða í sveitarfélaginu.

Gámar við Draflastaði, Illugastaði, Fnjóskárbrú, Veisu, Krossmel og Fosshól hafa verið teknir eða verða teknir nú í vikunni og í staðinn settir gámar á gámastæðið við Stórutjarnir. Þar er  gert ráð fyrir að íbúar flokki eins og merkingar á gámum segja til um. Gámastæðið er ekki fullklárað en er vel nothæft fram á vor.

Gámar í Útkinn, við Fljótsbrú og í Aðaldal verða fjarlægðir en gámar undir timbur, járn, almennan úrgang og umbúðir verða við Laxárvirkjun um sinn. Einnig verða gámar á Laugumvið áhaldahús í óbreyttri mynd til að byrja með.

Þetta fyrirkomulag eru skref í þeim breytingum sem nú eiga sér stað í úrgangs- og endurvinnslumálum sveitarfélagsins.

Með von um góða samvinnu,

kveðja
Þingeyjarsveit og Gámaþjónusta Norðurlands.