Mengaður jarðvegur - komum honum á kortið

Umhverfisstofnun vinnur nú að verkefninu Mengaður jarðvegur - komum honum á kortið. Í þessu átaksverkefni er verið að biðla til almennings um að deila þekkingu sinni á hvar mengaðan jarðveg er að finna og fræðsla um hvað er mengaður jarðvegur. Dæmi um það getur verið niðugrafnir olíutankar, miltisbrandsgrafir eða gamlir urðunarstaðir.

Vitað er að almenningur þekkir landið sitt hvað best og stofnunin vill ná að safna þessum upplýsingum fyrir komandi kynslóðir áður en þær hverfa.

Þriðjudaginn 19. september mun starfsmaður Umhverfisstofnunar taka á móti ábendingum á skrifstofu Þingeyjarsveitar í Reykjahlíð kl. 10-12 og á Gíg á Skútustöðum kl. 13-15.

Hér er hægt að skrá mengaðan jarðveg á fáeinum mínútum.