Matráður í 90% stöðu óskast í Stórutjarnaskóla
Óskum eftir að ráða í 90% stöðu matráðs við Stórutjarnaskóla.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
- hefur yfirumsjón með starfsemi í eldhúsi og annast almenn eldhússtörf
- annast matseld í samræmi við ráðleggingar landlæknis um mataræði barna í leik- og
grunnskólum - sér um innkaup matvæla, frágang þeirra og geymslu á þeim
- annast tilfallandi önnur störf s.s. í tengslum við fundi, aðrar samkomur og uppbrotsdaga
Hæfnikröfur
- matartækninám
- þarf að hafa góða samskiptahæfni og kappkosta að sýna nemendum og samstarfsfólki
virðingu í hvívetna - þekking/reynsla af daglegum rekstri mötuneytis
- þekking/reynsla af næringarfræði, sérfæði, gæðum og fjölbreytileika matar er
nauðsynleg
Stórutjarnaskóli stendur í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik,- grunn- og tónlistarskóli með
um 45 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Öll starfsemi skólans er í sama húsnæði. Skólinn
er Grænfánaskóli, Heilsueflandiskóli, vinnur eftir jákvæðri agastefnu og er að innleiða
leiðsagnarnám. Lögð er áhersla á að búa nemendum og starfsfólki fjölbreytt leik- náms- og
starfsumhverfi sem eflir alhliða heilsu og þroska. Mikið samstarf er milli námshópa innan
skólans og er skólinn í góðu samstarfi við nágrannaskóla sína og samfélagið í sveitinni.
Umsóknarfrestur er til 29. desember 2026.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í síma
4643220/8483547 eða í gegnum
netfangið birnada@storutjarnaskoli.is
Umsóknir skulu sendar á
netfangið birnada@storutjarnaskoli.is
Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og yfirlit yfir námsferil