Ljósleiðarinn

Senn líður að lokum framkvæmda vegna lagningar ljósleiðara í sveitarfélaginu. Vonast er til að strengur sem liggur ofanjarðar frá Tjörn og norðureftir verði plægður niður með haustinu.

Þess vegna auglýsir Þingeyjarsveit eftir ábendingum um hvort einhverjar holur standi enn opnar vegna ljósleiðaraframkvæmda eða hvort öðrum frágangi sé ekki lokið að hálfu Tengis hf.

Við munum safna upplýsingum sem berast saman og koma áleiðis til Tengis sem munu þá koma og ljúka frágangi.

Ábendingar sendist á netfangið helga@thingeyjarsveit.is eða hringið í síma 464-3326 og látið vita. 

Helga Sveinbjörnsdóttir
Umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda