Lífshlaupið - Tilboð í líkamsrækt og sund á Laugum í febrúar

Lífshlaupið, landskeppni í hreyfingu stendur nú yfir og lýkur 26. febrúar.
Framhaldsskólinn á Laugum og Þingeyjarsveit vilja hvetja fólk til að hreyfa sig og eru með mánaðarkort í líkamsrækt í íþróttahúsinu og sund í sundlaugin á Laugum, til sölu út febrúar á verði 10 tíma klippi korta. Sundkort á 3800 krónur og líkamsræktarkort á 3500 krónur.
Verið velkomin.