Leikskólinn Ylur leitar eftir starfsfólki

Skemmtileg vinna með börnum

Leikskólinn Ylur auglýsir eftir leikskólakennurum/ leikskólastarfsmönnum.

Ylur er eins deilda leikskóli í Mývatnssveit. Í haust er gert ráð fyrir að um 25 börn verði í leikskólanum á aldrinum 1-6 ára en börn eru tekin inn í leikskólann frá 10 mánaða aldri. Ylur er grænfána- og heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á heilsueflingu, leik og útikennslu. Unnið er eftir agastefnunni jákvæðum aga.

Við leitum af starfsfólki sem

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum
  • Er lausnamiðað og vill taka þátt i samstarfi og teymisvinnu
  • Hefur reynslu/menntun af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum

Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskipum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Fríðindi í starfi
Frí á milli jóla og nýárs.
Vetrarfrí
Íþróttastyrkur
Samgöngustyrkur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 18. október 2022.

Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir, anna@reykjahlidarskoli.is og í síma 464-4375.

Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://ylur.leikskolinn.is/