Leggjum okkar af mörkum til aðstoðar Grindvíkingum

Það hefur ekki farið fram hjá neinum það alvarlega ástand sem er uppi hjá vinum okkar í Grindavík. Hugur okkar er hjá þeim og ljóst að krefjandi verkefni er fyrir höndum. Því er mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni.

Hjá Þingeyjarsveit höfum farið yfir hvaða þjónustu og aðstoð við getum boðið til að mynda í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig er verið að kalla eftir skráningu á lausu húsnæði.

Þeir sem geta boðið fram laust húsnæði eru hvattir til að skrá húsnæðið á meðfylgjandi tengli: Skrá laust húsnæði.