Laust starf - Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns við sundlaugina og íþróttahúsið á Laugum. Helstu verkefni eru umsjón með daglegum rekstri og starfsemi sundlaugar og íþróttahúss, starfsmannahald, þrif, skipulag vakta o.fl. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða frá og með 1.  ágúst n.k.

Íbúðarhúsnæði í boði fyrir starfsmann.    

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfsemi íþróttamannvirkja
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 3322 og 862 0025

Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist skriflega til sveitarstjóra, Kjarna, 650 Laugar, netfang dagbjort@thingeyjarsveit.is