Lausar stöður leikskólum Þingeyjarsveitar í Barnaborg og Krílabæ

Þingeyjarskóli í Aðaldal er með um 100 nemendur á leik- og grunnskólaaldri, þar af rúmlega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum.
Við Þingeyjarskóla eru lausar stöður frá 1. ágúst 2023:
- Stuðningsfulltrúa við leikskóladeildina Barnaborg í 80-100% starf.
- Leikskólakennara/leikskólastarfsmanni við leikskóladeildina Barnaborg á Hafralæk í 100% starf.
- Leikskólakennara við leikskóladeildina Krílabæ á Laugum í 60-80% starf.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í síma 4643580 /8990702 eða í gegnum netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is

Skólar Þingeyjarsveitar leggja áherslu á að búa nemendum og starfsfólki fjölbreytt leik- náms- og starfsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra. Mikið samstarf er milli námshópa innan skólana og teymiskennsla öflug. Skólar Þingeyjarsveitar eru í góðu samstarfi við nágrannaskóla sína og samfélagið í sveitinni. Áhersla er á umhverfismennt og heilsueflandi skólastarf. Skólarnir hafa lagt rækt við ríkar tónlistarhefðir.

Við leitum að fólki sem:

  • Er umhugað um velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins.
  • hefur afburða góða samskiptahæfni og metnað til að takast á við fjölbreytt verkefni með nemendum.
  • hefur áhuga á skólaþróun og skapandi kennsluháttum.
  • er jákvætt og sveigjanlegt, sjálfstætt í vinnubrögðum og sýnir frumkvæði.
  • er samstarfsfúst og lausnamiðað, tilbúið að takast á við ný og spennandi verkefni í samstarfi og teymisvinnu.
  • er með viðeigandi menntun eða menntun sem nýtist í starfi.

Umsóknafrestur um stöðurnar er til 9. ágúst og skal umsóknum skilað til skólastjóra, johannrunar@thingeyjarskoli.is
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi ef við á. Gerð er krafa um hreint sakavottorð.