Laus störf við Stórutjarnaskóla

Yfirmaður í mötuneyti

Starfsmann vantar til að veita forstöðu mötuneyti Stórutjarnaskóla. Mötuneytið þjónar bæði leik- og grunnskóla, auk starfsmanna. Við leitum að áreiðanlegum og liprum starfsmanni með menntun og reynslu á sviði matreiðslu. 

 

Starfsmaður með nemanda með þroskafrávik

Einnig vantar starfsmann, helst karlmann, til að styðja og fylgja nemanda með þroskafrávik.  Um er að ræða u.þ.b. 40% stöðuhlutfall.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 28. júní nk. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Arngrímsson skólastjóri, í síma 895-6220, eða í tölvupósti, oliarn@storutjarnaskoli.is  Ítarlegar upplýsingar um skólann má finna á vefslóðinni www.storutjarnaskoli.is