Kynningarfundur á deiliskipulagi af Þingey og Skuldaþingsey

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar og Héraðsnefnd Þingeyinga boða hér með til almenns kynningarfundar í Ljósvetningabúð miðvikudaginn 22. ágúst n.k. kl. 16:30 þar sem kynntar verða tillögur að deiliskipulagi af Þingey og Skuldaþingsey eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Í deiliskipulagstillögunni er virðing fyrir náttúru svæðisins, fornminjum og sögu látin ráða för og skilgreint er fyrirkomulag áningarstaða, minjasvæða og gönguleiða ásamt því að koma á göngutengingu með göngubrú út í Þingey og Skuldaþingsey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að að gera Þingey og Skuldaþingsey að áhugaverðum áfangsstað heimamanna og ferðamanna, sem vilja í senn njóta náttúru svæðisins og fræðast um sögu þess.  

Fulltrúar frá Landslagi ehf og Héraðsnefnd Þingeyinga munu kynna tillögurnar og sitja fyrir svörum.

Skipulags- og umhverfisnefnd  Þingeyjarsveitar og Héraðsnefnd Þingeyinga