Fara í efni

Kynningarfundir um tillögu til aðalskipulags sveitarfélagsins

Boðið er til funda fyrir íbúa Þingeyjarsveitar, þar sem tillaga að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2024-2044 verður kynnt. 22. október verða tveir fundir, kl. 16:00 í Skjólbrekku og kl. 19.30 að Ýdölum. 23. október verður svo fundur að Stórutjörnum kl. 16:00.

Á fundinum verður meðal annars:

  • Kynning á tilgangi aðalskipulagsins
  • Aðdraganda skipulagsgerðar og vinnuferli
  • Kynning á markmiðum og efni aðalskipulagssins og hvar hægt er að nálgast gögn þess
  • Kynning á því hvernig íbúar og hagsmunaaðilar geta komið fram athugasemdum
  • Yfirferð á tímaramma aðalskipulagsins.

Skipulagssvæðið er allt land innan Þingeyjarsveitar sem varð til við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022.

Margvíslegar breytingar á opinberri stefnumörkun og regluverki hafa orðið frá því að gildandi aðalskipulagsáætlanir voru samþykktar, t.d. landsskipulagsstefna, ýmsar framkvæmdaáætlanir, skipulagsreglugerð o.fl. Síðast en ekki síst má nefna aukna áherslu á sameiginlegt átak jarðarbúa til að bregðast við hnattrænum áskorunum.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er frá 22. september til 4. nóvember 2025. Tillagan er aðgengileg útprentuð á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingey á Laugum og í skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is mál nr. 881/2023 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina. Opið er fyrir athugasemdir til 4. nóvember.

Viðburðir á Facebook síðu sveitarfélagsins fyrir hvern fund:
Skjólbrekka
Ýdalir
Stórutjarnir

Getum við bætt efni þessarar síðu?