Kynning skipulagsáforma vegna breytingar á deiliskipulagi Voga 1

Þann 21. desember s.l. var tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 auglýst með umsagnarfresti til og með 3. febrúar 2023 í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 14. desember s.l. Skipulagsáformin fela í sér afmörkun lóðar og byggingarreits fyrir frístundahús og færslu þjónustuhúss vegna gistireksturs. Að auki er fyrirhuguðum aðkomuvegi frá Mývatnssveitarvegi hliðrað til.

Opið hús verður að Hlíðavegi 6, Reykjahlíð miðvikudaginn 11. janúar frá kl 15 - 16 þar sem mögulegt verður að kynna sér tillöguna og forsendur hennar. 

Tillöguna er að finna hér á vefnum undir skipulagsauglýsingar. Athugasemdum skal skila til skipulagsfulltrúa, atli@thingeyjarsveit.is eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn.