Kynning á skipulagsáformum

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum 6. júlí 2022 að kynna vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og breytingu á deiliskipulagi Skóga, Fnjóskadal. Sömuleiðis samþykkti sveitarstjórn að kynna skipulagslýsingu vegna skipulagsgerðar í landi Hóla- og Lauta, Reykjadal.

 

 

 

Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og deiliskipulagi Skóga, Fnjóskadal

Í kynningu er vinnslutillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Skóga, Fnjóskadal þar sem skilgreiningu frístundabyggðar er breytt í íbúðarbyggð og skilmálar innan lóða uppfærðir.  Vinnslutillögunar eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar. Hægt verður að skila inn athugasemdum til 28. júlí 2022 á skipulagsfulltrúa, atli@thingeyjarsveit.is 

Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar á landi Hóla og Lauta við Lauga í Reykjadal.

Í kynningu er skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar í landi Hóla og Lauta þar sem áformað er að kortleggja núverandi ástand og framtíðarsýn fyrir svæðið. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar. Hægt verður að skila inn athugasemdum til 11. ágúst 2022 á skipulagsfulltrúa, atli@thingeyjarsveit.is 

Opið hús verður haldið í sveitarstjórnarskrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna þann 11. júlí frá kl 14 - 15 þar sem mögulegt verður að kynna sér skipulagsáformin.