Kveikt á jólatrénu við Kjarna

Kveikt verður á jólatrénu við Kjarna sunnudaginn 1. desember kl. 16:00!

Áður verður aðventustund í Einarsstaðakirkju kl. 15:00.

Þá mun Kvenfélag Reykdæla bjóða upp á kaffi, kakó og smákökur á Breiðumýri þegar búið verður að kveikja á jólatrénu þar sem hinn árlegi kökubasar og lukkupakkatombóla fer einnig fram.

Allir hjartanlega velkomnir, njótum aðventunnar saman.