Kristján hættir í slökkviliðinu

Nú í byrjun árs óskaði Kristján Snæbjörnsson eftir því að hætta í slökkviliðinu, taldi sig hafa skilað sínu og best að yngri menn tækju við.

Kristján kom ungur að starfi slökkviliðs í Reykjadal en 16-17 ára gamall var hann orðinn fullgildur meðlimur í liðinu og hefur hann því verið viðloðandi slökkvilið í rúm 40 ár. Þar af var Kristján slökkviliðsstjóri í Reykjadal og svo Þingeyjarsveit í um 20 ár.

Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar þakka Kristjáni hans störf í gegn um tíðina og óskum honum velfarnaðar.