Kjörstaðir sameiningarkosninga 5. júní

Laugardaginn 5. júní næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðu Þjóðskrár https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2021/05/18/Sameiningakosningar-5.-juni-2021-Hvar-a-eg-ad-kjosa/

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörfundir fara fram í hverju sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:

  • Kjörfundur í Skútustaðahreppi fer fram í Skjólbrekku frá kl. 10 til 22.
  • Kjörfundur í Þingeyjarsveit fer fram í Ljósvetningabúð frá kl. 10 til 22.

 

Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag.

Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæða talin og úrslit birt í hverju sveitarfélagi.

Um undirbúning, framkvæmd og frágang sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

 

Kjörstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar