Jólagleði heldri borgara

Jólagleði félagsstarfs eldri borgara Þingeyjarsveitar var haldið á Sel - Hótel Mývatn miðvikudagskvöldið 6. desember. Góðir grannar úr Grýtubakkahreppi tóku einnig þátt og jók það enn á gleðina. Jólagleðin var vel sótt, rúmlega 80 manns mættu og nutu samverunnar. Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði stýrði veislunni af röggsemd, sagðar voru sögur og farið með gamanmál. Umsjónarkonur félagsstarfsins drógu í happdrætti þar sem fyrirtæki og einstaklingar á svæðinu gáfu alla vinninga. Eru þeim færðar alúðarþakkir fyrir.

Maturinn var rausnarlegur, eins og við var að búast af staðarhöldurum, og gengu allir til náða saddir og sælir. Notaleg kvöldstund sem setur tóninn fyrir samverustundir aðventu og jóla.