Íbúar í Laugahverfi vestan Reykjadalsár ATH.

Í dag miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 15:00 er stefnt á að skrúfa frá nýrri vatnsveitu vestan Reykjadalsár. Notendur á Laugasvæðinu vestan ár munu því verða tengdir við nýju vatnsveituna sem hefur verið í vinnslu nú á haustdögum. Búast má við auknum þrýstingi á kaldavatnslögninni og eru íbúar því kvattir til að hafa augun opin ef ské kynni að einhverstaðar myndi byrja að leka. Einnig er möguleiki að skítur geti sest í síur sem þyrfti að hreinsa.

Íbúar austan Reykjadalsár munu verða tengdir á næstu vikum við nýju vatnsveituna og verður þá látið vita sérstaklega af því.