Íbúafundur Stórutjarnarskóla 6. mars nk.

Íbúafundur verður haldinn í Stórutjarnaskóla að kvöldi 6. mars nk. Kl. 20:00.

Málefni fundarins eru breytingar á neyðarþjónustu slökkviliðs vegna tilkomu Vaðlaheiðarganga og breytinga á reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Þá verður einnig farið yfir breytingar á þjónustu sjúkraflutninga í Þingeyjarsveit.

Gestir fundarins verða slökkviliðsstjórinn á Akureyri og fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Íbúar Þingeyjarsveitar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Slökkviliðsstjóri Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar