Íbúafundur í Kiðagili í Bárðardal

Íbúafundur verður haldinn í Kiðagili í Bárðardal, mánudagskvöldið 3. apríl kl. 20:30.

Til umræðu er tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015-2016).

Til fundarins mætir Jón Jónsson hrl. og gerir grein fyrir áætluninni og þeim þáttum sem snerta sveitarfélagið. Í framhaldinu verða umræður og fyrirspurnir.

Sveitarstjóri