Hvernig sérðu Þingeyjarsveit eftir 20 ár?

Þrír kynningarfundir vegna vinnslu nýs aðalskipulags voru haldnir í síðustu viku og þakkir sendum við öllum sem mættu. Fundirnir voru vel sóttir, góðar umræður sköpuðust og margar afar gagnlegar ábendingar komu fram. 

Hér má sjá myndir frá fundunum.

Fyrir þá sem komust ekki á fundina höfum við útbúið rafræna kynningu, hana má sjá hér.

Tillagan sýnir m.a. stefnu sveitarstjórnar hvað varðar landnotkun, þróun íbúðarbyggðar, búsetu og atvinnuþróunar í sveitarfélaginu til næstu 20 ára og því afar mikilvægt að þú sem íbúi sveitarfélagsins eða annars konar hagsmunaaðili kynnir þér tillöguna og komir á framfæri ábendingum um það sem þú telur að betur megi fara í henni. 

Frestur til að gera athugasemdir við vinnslutillöguna hefur verið framlengdur til og með 5. febrúar 2024. Athugasemdir við vinnslutillögu skulu berast skriflega til skipulagsfulltrúa, Kjarna, 650 Laugum eða á Skipulagsgatt.is undir mál 881/2023.
Fyrirspurnir og ábendingar skulu berast á skipulag@thingeyjarsveit.is