Hver á kastala?

Þingeyjarsveit auglýsir eftir eigenda kastala í móanum við enda Skútahrauns í Reykjahlíð. Kastalinn er illa farinn og er orðinn slysahætta fyrir börn á svæðinu. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu í síma 512-1800 eða thingeyjarsveit@thingeyjarsveit.is innan 10 daga frá þessari auglýsingu. Eftir 10 daga áskilur sveitarfélagið rétt til að fjarlægja kastalann af svæðinu svo hann valdi ekki frekari skaða. 

Þingeyjarsveit