Húsnæði fyrir fólk á flótta

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 17.03.2022:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu.

Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til þátttöku í samstarfsverkefni um móttöku flóttafólks og felur sveitarstjóra að vinna að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn vill hvetja íbúa sveitarfélagsins sem hafa húsnæði aflögu að skrá það hjá Fjölmenningarsetri www.mcc.is

 

Ertu með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk á leið til Íslands sem er að flýja ástandið í Úkraínu?

Bjóða fram húsnæði