Heitavatnslaust mánudaginn 1. september
29.08.2025
Tilkynning frá Orkuveitu Húsavíkur:
Heitavatnslaust vestan Laxár ásamt Klömbur og Laxárvirkjun mánudaginn 1. september.
Vegna endurnýjunar á stofnæð við Brekku í Aðaldal verður heitavatnslaust vestan Laxár ásamt Klömbur og Laxárvirkjun mánudaginn 1. september. Skrúfað verður fyrir heitt vatn klukkan 10:00 og verður vatnslaust fram eftir degi.
Um er að ræða endurnýjun á stofnlögn þannig að lokunin er viðamikil og hefur áhrif á flest alla á þessu svæði. (sjá mynd)