Heilsueflandi samfélag – samstarfsverkefni
		
			03.02.2025
		
					
									
							
			
	Þingeyjarsveit auglýsir eftir samstarfsverkefnum sem falla undir heilsueflandi samfélag.
Meginmarkmið heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Íbúar sem vilja koma á verkefnum í samræmi við markmið heilsueflandi samfélags geta sótt um samstarf við Þingeyjarsveit um framkvæmd verkefnanna. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd fjallar um umsóknirnar og gerir tillögu til sveitarstjórnar um afgreiðslu einstakra umsókna.