Halló! Allir fullorðnir!

Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu.

Þekkt staðreynd er, að regluleg hreyfing og iðkun íþrótta hefur mjög góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks. ÍFF hefur tekið saman lista yfir þá hreyfimöguleika sem eru í boði í þinni heimabyggð og hægt að finna sér hreyfingu við hæfi og áhuga.

Fyrir áhugasama um þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ þá verður það haldið snemma sumars í Hveragerði 2017. Meira um það síðar.

Hreyfing er gulls ígildi - aldrei of seint að byrja!

 LAUGAR:

Sundlaugin á Laugum er opin: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

má-fim 7:30-9:30. og 16:00 – 21:30. föst 7:30- 9:30. laug.14:00 -17:00

Stefnt er að því að sundleikfimi hefjist 23. nóv. nánar auglýst síðar.

Íþróttahúsið á Laugum:

Tækjasalurinn er opinn á sama tíma og sundlaugin.

Ef áhugi er hjá fólki fyrir því að stunda göngu innandyra í íþróttahúsinu þegar viðrar illa þá er hið besta mál að hafa samband við Jóhönnu húsvörð s. 8479832

Bogfimi fyrir fullorðna á þriðjud. kl. 19:30 – 21:30

Hlaupabrautin á útivellinum er upphituð, þangað geta allir farið hvenær sem er og gengið eða skokkað.

Dalakofinn:

Bridds spilað á fim.d. kl. 20:30 – best að hafa mótspilara með sér.

STÓRUTJARNASKÓLI:

Sundlaugin í Stórutjarnaskóla: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Opin mánd kl. 19:00–21:00 og fimmt. 19:30-21:30.

Tækjasalur er opinn á sama tíma eða í samráði við Friðrik húsvörð s.8623825

Leikfimi fyrir alla – konur og karla: fram að 7. des. n.k. miðv.d. kl. 17:00 – 18:00

Opið hús fyrir 60+ þá er boðið upp á æfingu í boccia milli kl. 12:00 – 13:00

næsta skipti verður 6. des. og svo áfram eftir áramót.