Fundur með þingmönnum VG

Þær Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir þingmenn VG litu við í dag á skrifstofu Þingeyjarsveitar á ferð sinni um kjördæmi. 

Það er alltaf gott og gagnlegt að hitta þingmenn kjördæmisins og koma á framfæri helstu áherslumálum sveitarstjórnar. 

Á fundinum var meðal annars rætt um umsögn sveitarfélagsins um samgönguáætlun, fyrirhugaðar breytingar á  Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, skólaakstur og fleira.  Síðast en ekki síst kraftinn og uppbygginguna sem á sér stað í sveitarfélaginu.

Þökkum Bjarkeyju og Jódísi fyrir komuna.