Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í heimsókn
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga í heimsókn í Þingeyjarsveit
Þann 18. ágúst sl. heimsóttu fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Þingeyjarsveit. Fundurinn fór fram á Hlöðuloftinu á Grenjaðarstað þar sem sveitarstjórnarfulltrúar tóku á móti gestunum ásamt Margréti Hólm, staðgengli sveitarstjóra.
Áður en fundurinn hófst bauð Árni Pétur, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, hópnum að ganga um hið sögufræga umhverfi á Grenjaðarstað og kynnti fyrir þeim gamla bæinn og Grenjaðarstaðarkirkju.
Á fundinum fór fram gott og gagnlegt samtal um þau málefni sem helst liggja sveitarstjórn og íbúum á hjarta og hvernig Sambandið geti beitt sér fyrir hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess.
Heimsóknin var ánægjuleg og þykir mikilvægur liður í því að efla samstarf og gagnkvæman skilning á milli sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.