Frítt í sund miðvikudaginn 17. febrúar!

Þingeyjarsveit er í góðum hópi sveitarfélaga sem kjósa að bjóða gestum frítt í sund miðvikudaginn 17. febrúar, á sjálfan öskudaginn. Er um að ræða samvinnu við Geðhjálp & G-vítamín. Með boði sveitarfélagsins er það að gefa íbúum G-vítamín en svo segir á gvitamin.is höfum við öll þörf fyrir að rækta og vernda geðheilsu okkar. Þá er sundlaugin og pottarnir fyrirtaks kostur - verið öll velkomin!