Friðlýsing Goðafoss

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið býður til viðburðar vegna undirritunar friðlýsingar Goðafoss á fimmtudaginn næstkomandi.

Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins og er hann vinsæll ferðamannastaður allan ársins hring. Meginmarkmið með verndun svæðisins er að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarðmyndana og fossinn sjálfan, m.a. með því að viðhalda náttúrulegu vatnsrennsli í fossinn, vegna fegurðar og sérkenna og útivistargildis svæðisins. Allar nánari upplýsingar um friðlýsinguna er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Ráðherra mun undirrita friðlýsinguna við Goðafoss klukkan 15. Boðið verður til kaffisamsætis á Fosshóli í kjölfarið. Öll velkomin!