Fara í efni

Framtíð ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit

Markaðsstofa Norðurlands (MN), í samstarfi við Mývatnsstofu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.
 
Opin vinnustofa var haldin í maí í tengslum við verkefnið. Markmið hennar var að fá fram sjónarmið fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja í Þingeyjarsveit, íbúa, sem og fulltrúa sveitarstjórnar, til frekari uppbyggingu og markaðssetningu greinarinnar. MN hefur nú tekið saman niðurstöður þessa verkefnis sem byggja ekki síst á þeim sjónarmiðum er komu fram á vinnustofunni.
 
MN, Mývatnsstofa og Þingeyjarsveit boða nú til kynningarfundar um niðurstöður verkefnisins, 28. október kl. 13.00. Fundurinn verður haldinn á Netinu/Teams og er opinn öllum áhugasömum. Í framhaldi af þessum fundi verður skýrsla verkefnisins birt á vefsíðum aðila verkefnisins.
 
Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á kynningarfundinum, sjá skráningarhlekk HÉR
Hlekkur á viðburðinn á Facebook.
 
Fundarhlekkur (Teams) og fundargögn verða send til skráðra þátttakenda fyrir fundinn.
Getum við bætt efni þessarar síðu?