Fara í efni

Framkvæmdir við Hlíðarveg 6

Á Hlíðarvegi 6 er nú unnið hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við endurbætur á Mikley. Þar er verið að loka á milli bygginga svo Mikley verður aðskilin frá eldri hluta hússins, sem er ónothæfur. Nú er búið að loka á milli bygginganna og setja upp nýja útidyrahurð sem vísar beint inn í Mikley. 

Í Mikley verður starfrækt fjölbreytt félagsstarf fyrir eldri borgara og munu ýmsir aðrir hópar hafa aðgang að húsinu. Auk þess verður komið upp skrifstofu- og fundaaðstöðu fyrir starfsfólk sveitarfélagsins, sem mun nýtast vel til daglegra starfa.

Framkvæmdir eru á lokaspretti, og gert er ráð fyrir að Mikley verði tilbúin til notkunar á næstu vikum og mun þá iða af lífi á ný!

Getum við bætt efni þessarar síðu?