Framboð til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar 2018

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018.  Frestur til að skila framboðslistum er til 5. maí 2018 kl. 12:00 á hádegi.

Framboðum, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skal skila til kjörstjórnar Þingeyjarsveitar eða formanns hennar.

Framboðslistar skulu skipaðir 7 til 14 fulltrúum og þeim skal fylgja listi meðmælenda 20 til 40.

Um framkvæmd og framboð til sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.  Frekari upplýsingar má nálgast á upplýsingavef www.kosning.is.

Formaður kjörstjórnar veitir frekari upplýsingar og leiðbeiningar vegna undirbúnings framboðslista.  Hægt er að ná í formann kjöstjórnar í síma 4643322 og 8660025.

 

Kjörstjórn Þingeyjarsveitar
Bjarni Höskuldsson formaður
Dagný Pétursdóttir
Helga Erlingsdóttir