Forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum - laust til umsóknar

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns við sundlaugina á Laugum. Helstu verkefni eru umsjón með starfsemi og rekstri sundlaugarinnar, starfsmannahald, skipulag vakta o.fl. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Staðlað sundpróf og skyndihjálp
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfsemi sundlauga
  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 3322 og 862 0025

Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist skriflega til sveitarstjóra, Kjarna, 650 Laugar, netfang dagbjort@thingeyjarsveit.is