Forstöðumaður sundlaugar og íþróttahúss á Laugum

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns sundlaugar og íþróttahúss á Laugum til 15. júní 2019. Um er að ræða nýtt starf í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum þar sem einn yfirmaður er yfir fyrrgreindum íþróttamannvirkjum. Sameinað starf er tilraunaverkefni sveitarfélagsins og framhaldsskólans og reiknað er með að fullmótað starf verði auglýst laust til umsóknar næsta vor.

Jóhanna Sif býr á Laugum ásamt fjölskyldu sinni og gegndi starfi húsvarðar íþróttahúss s.l. vetur og starfi forstöðumanns sundlaugarinnar nú í sumar. Við bjóðum Jóhönnu velkomna til starfa.