Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2018

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2018 var samþykkt í sveitarstjórn fimmtudaginn 14. desember.

Í fjárhagsáætlun 2018 eru áætlaðar skatttekjur 894,5 m.kr. en heildartekjur 1.086,7 m.kr. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 25 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um 14 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 59,3 m.kr. Áætluð upphæð til fjárfestingar er 39 m.kr.

Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu 2018 að fjárhæð 60 m.kr. en ekki var þörf á að taka það 75 m.kr. lán sem áætlað var að taka á árinu 2017. Í áætlun fyrir árin 2019, 2020 og 2021 er gert ráð fyrir  jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og samstæðu A og B hluta öll árin.

Helstu fjárfestingar og framkvæmdir á árinu 2018 eru endurbætur á smíðastofunni í Stórutjarnaskóla, frágangur á framkvæmdum í veitum sem og almennt viðhald fasteigna, búnaðarkaup og endurnýjun bifreiða sveitarfélagsins. Einnig eru frekari framkvæmdir við Goðafoss á áætlun. 

Fjárhagsáætlunina má nálgast HÉR en einnig er hægt að nálgast áætlunina hér að neðan:

Sveitasjóður A-hluti
Samantekið A og B hluti
Málaflokkayfirlit