Félagsstarf eldri borgara

Rétt þykir að taka fram að félagsstarf eldri borgara mun áfram liggja niðri þar sem fjöldatakmörkun er bundin við 20 manns. Undanfarin ár hefur félagsstarfinu lokið í byrjun maí mánaðar. Ekki þykir líklegt á þessari stundu að til opnunar komi fyrir þann tíma. Það mun því verða auglýst sérstaklega ef af opnun verður.

 

Kveðja,

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar.