Félagsheimilið Breiðumýri til leigu

Þingeyjarsveit hefur ákveðið að leigja Félagsheimilið Breiðumýri út til fimm mánaða þ.e. frá maí til og með september. Er um tilraunaverkefni að ræða að hálfu sveitarfélagsins. Breiðamýri er 594 fm félagsheimili með tveim sölum, eldhúsaðstöðu og salernum.

Þingeyjarsveit auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka þátt í þessu tilraunaverkefni sem felst m.a. í samvinnu varðandi afnot af félagsheimilinu Breiðumýri. Rekstaraðilar yfirtaka innkomnar bókanir á þessum tíma og bera ábyrgð á þeim.

Áhugasamir sendi inn tillögu til Þingeyjarsveitar þar sem fram kemur í hvað húsnæði verður nýtt og hvernig þeir hyggja samtvinna eigin rekstur við þær bókanir sem þegar eru komnar í húsið á þessum tíma. Sveitarfélagið leggur til húsnæðið gegn ákveðinni þóknun af innkomu á meðan á tilraunaverkefni stendur.

Rekstraraðilar fá aðgang að húsnæðinu frá og með 1. maí til 31. september 2023. Rekstraraðilar sjá um húsnæðið, þrif, bókanir og utanumhald á meðan á tilraunaverkefni stendur. Sveitarfélagið greiðir rekstrargjöld af húsnæðinu. Gerð krafa á að húsnæðið sé aðgengilegt félagsstarfsemi svæðisins svo fremi það komi ekki niður á rekstrarforsendum aðila. Rekstraraðili þarf að hafa tilskilin leyfi fyrir þeim rekstri sem fyrirhugaður er í húsnæðinu.

Tilgangur verkefnisins er að sjá hvort að hægt sé að fjölnýta betur húsnæði sveitarfélagsins svæðinu til framdráttar og uppbyggingar.

Áhugasamir aðilar sendi póst á umsoknir@thingeyjarsveit.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, bakgrunn, fyrirhugaða notkun á húsinu og ástæðu umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2023.