Félag eldri Mývetninga hefur vetrarstarf

Félag eldri Mývetninga hóf vetrardagskrá sína síðastliðinn miðvikudag með skemmtilegum viðburði þar sem þeir fengu góða gesti sem héldu fyrirlestra um Vesturferðir Íslendinga. Hafa þeir aðstöðu í Mikley sem er í skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins í Reykjahlíð líkt og samningur kveður á um.

Félagsstarf aldraðra í dölunum er hafið og búið er að ganga frá ráðningu starfsmanns í Mývatnssveit og hefst starfsemi þar að öllum líkindum í næstu viku.