Færslugámar/flökkugámar

Líkt og síðasta sumar verður boðið uppá færslugáma/flökkugáma. Gámarnir eru ætlaðir fyrir járn og timbur og verða þeir fimm daga í senn á hverjum stað.

Gámarnir verða staðsettir á eftirtöldum stöðum, fimm daga í senn:

Við Laxárvirkjun – 4.-8. júní

Laugar – 11.-15. júní

Norðan við Nípá – 18.-22. júní

Kiðagil – 25.-29. júní

Íbúar eru hvattir til að huga að góðri nýtingu á gámunum með því að  rúmmálsminka allan úrgang og raða í gámana eins og kostur er.