Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni verða ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, á ferð um landshlutann vikuna 4. - 7. október til að veita persónulega ráðgjöf um næstu skref.

Ráðgjafarnir verða hjá okkur í Seiglu miðvikudaginn 6. október kl. 15:30-17:00, skráning fer fram hér en aðstoðin er ykkur að kostnaðarlausu.

Hér má sjá tímaáætlun ráðgjafa SSNE

Allar upplýsingar um sjóðinn og ferlið má finna á heimasíðu SSNE

Uppbyggingarsjóður Norðurlands veitir styrki í eftirfarandi flokkum fyrir árið 2022:

· Verkefnastyrkir á sviði menningar
· Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
· Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og opnar fyrir umsóknir mánudaginn 4. október 2021 og lokar fyrir umsóknir miðvikudaginn 10. nóvember 2021 kl. 13:00.