Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 vegna lagningu jarðstrengs

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum 16. nóvember 2022 að kynna vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 vegna lagningu jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggi á svæðinu.

Vinnslutillögu má nálgast hér.