Jólapeysudagur á skrifstofu Þingeyjarsveitar - opnunartími yfir hátíðirnar

Í gær var árlegur jólapeysudagur starfsfólks skrifstofu Þingeyjarsveitar ásamt hádegisjólahlaðborði.

Um leið og við birtum þessa skemmtilegu mynd sem fangar persónuleika hvers og eins starfsmanns, vekjum við athygli á að um næstu áramót verða breytingar á tölvumálum hér á skrifstofunni og af þeim sökum verður skrifstofan lokuð föstudaginn 29. desember og einnig 2. og 3. janúar. Reiknum svo með hefðbundnum opnunartíma þann 4. janúar á nýju ári.