Endurskoðun á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar Skipulags- og matslýsing

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. ágúst 2020 skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 og að hún yrði kynnt opinberlega skv. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga 123/2010.

 

Í skipulags- og matslýsingu er farið yfir ýmis atriði sem skipta máli við endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar. Skipulags- og matslýsing er verklýsing þar sem gerð er grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

 

Skipulags- og matslýsingin verður til sýnis á skrifstofu Þingeyjarsveitar Kjarna, 650 Laugum og á heimasíðu Þingeyjarsveitar hér frá og með föstudeginum 23. október 2020 til og með föstudeginum 20. nóvember 2020. Kynning á skipulags- og matslýsingu fer fram fimmtudaginn 29. október kl 16 í Breiðamýri. Þeir sem ekki komast á kynninguna geta fylgst með beinu streymi á facebook vef Þingeyjarsveitar: https://www.facebook.com/thingeyjarsveit. Að auki er hægt að bóka fund með skipulagsfulltrúa í síma 4646664 eða með því að senda tölvupóst á atli@skutustadahreppur.is.

Athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna skulu berast til skipulagsfulltrúa á atli@skutustadahreppur.is eða bréfleiðis á skrifstofu sveitarfélagsins, Þingeyjarsveit, Kjarna, 650 Laugar.

 

Allar nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi,  

 

Atli Steinn Sveinbjörnsson

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar