Einbúavirkjun - Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum

Auglýsing frá Verkís
Auglýsing frá Verkís

Opið hús verður í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, miðvikudaginn 18.september kl. 17.00-19.00, til að kynna mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti.

Kynnt verður frummatsskýrsla um framkvæmdina.

Flutt verður stutt kynning á framkvæmdinni og niðurstöðum umhverfismatsins en síðan gefst kostur á að kynna sér nánari upplýsingar um framkvæmdina á veggspjöldum. Sérfræðingar frá Verkís verða á staðnum til að svara fyrirspurnum og einnig verða þar fulltrúar virkjunaraðila.

Allir velkomnir.