Efnisnáma við Öxará - Niðurstaða sveitarstjórnar vegna breytingar aðalskipulags
06.03.2025
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. febrúar 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að heimila efnisnám á nýjum stað við Öxará. Áætlað er að vinna um 41.300 m3 á komandi árum. Flatarmál námunnar verður innan við 7.000 m2. Vegagerðin áformar að nýta námuna vegna vegaframkvæmda og viðhalds.
Skipulagsgögn má nálgast í gegnum skipulagsgátt, 304/2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um breytinguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til sveitarfélagsins með því að senda póst á skipulag@thingeyjarsveit.is.