Deiliskipulagsbreyting vegna Hótels Laxár, Olnbogaási

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 24. ágúst 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Arnarvatns, Skútustaðahreppi, verslunar- og þjónustusvæði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með breytingunni er að veita svigrúm til að stækka rekstur Hótels Laxár. Hámarks fjöldi gistirúma eykst úr 160 í 188.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. apríl 2024. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 56/2024 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar