Deiliskipulag Reykja í Fnjóskadal

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 19. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af Reykjum, Fnjóskadal í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að deiliskipulagi Reykja snýr að skilgreiningu frístundabyggðar á um 9 ha svæði sem er stofnað út úr landi Reykja 2. Nú þegar eru 2 frístundahús á svæðinu og miðar tillagan við að 10 frístundahúslóðir verði skipulagðar á svæðinu.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með föstudeginum 27. nóvember 2020 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 8. janúar 2021. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar, https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 8. janúar. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða með tölvupósti á netfangið: atli@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

 

Atli Steinn Sveinbjörnsson,

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar.