COVID-19 – Tilkynning frá viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar vegna hertra sóttvarnaaðgerða

Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í dag, 25. mars og munu gilda í þrjár vikur. Almennar fjöldatakmarkanir eru nú 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

Nýjar reglur munu hafa áhrif á ýmsa starfsemi sveitarfélagsins.

  • Sundlaugin á Laugum og í Stórutjarnaskóla verða lokaðar sem og líkamsrækt.
  • Félagsstarf aldraðra fellur niður.
  • Félagsheimilin verða lokuð.
  • Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla hefur verið lokað framyfir hefðbundið páskafrí. Stjórnvöld munu birta reglugerð um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi, á næstu dögum.
  • Heimilt er að hafa leikskóla opna með ákveðnum skilyrðum og verður því leikskólastarf með takmörkuðum hætti fram að páskafríi. Stjórnvöld munu birta reglugerð um fyrirkomulag leikskólastarfs að loknu páskafríi, á næstu dögum.
  • Bókasöfnin verða opin í óbreyttri mynd, áfram gilda einstaklingsbundnar sóttvarnir þ.e. grímuskylda og tveggja metra regla.
  • Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin en með takmarkað aðgengi utanaðkomandi eins og verið hefur.
  • Áfram gilda einstaklingsbundnar sóttvarnir þ.e. grímuskylda og tveggja metra regla.

 

Viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar